Varðandi styttingu á þjóðvegi 1

Væri ekki nær að gera við þjóðveg eitt þar sem hann er hvað verstur á leiðinni milli Reykjavíkur og Akureyrar t.a.m. frá Brú og norður á Hrútafjarðarhálsinn,breikkann örlítið í leiðinni svo stóru bílarnir geti mæst þá sérstaklega yfir vetrarmánuðina,gera þarf umbætur á veginum um Blönduhlíðina í Skagafirði bæta brekkuna á Öxnadalsheiði og svo mætti lengi telja.20 km stytting skilar ekki miklum tíma og ef menn á annað borð eru að þurfa að komast á sem skemmstum tíma á milli Reykjavíkur og Akureyrar þá er bara að fljúga norður og fá sér bílaleigubíl eða bara panta taxa,því það er jú atvinnuskapandi,ekki satt?

 


mbl.is Yfirlýsing frá Leið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrokinn í Davíð Oddsyni

Á landsfundi sjálfstæðismanna lét Davið Oddsson þau orð falla um hæstvirtan forsætisráðherra Jóhönnu Sigurðardóttur að hún væri einsog álfur út úr hól og er það að mínu mati mjög ósmekklegt og dónalegt í hennar stað.

Einnig lét hann þau orð falla að norski seðlabankastjórinn væri drullusokkur!

Hvað er Davíð þá?

Einnig lét hann ómakleg ummæli falla um Vilhjálm Egilsson sem Geri H. Haarde varði síðan daginn eftir og er það vel.

Hann er ekkert annað en dóni af fyrstu gráðu og ætti að skammast sín fyrir þessi orð og ætti að biðjast afsökunar í fjölmiðlum á ummælum sínum í garð þessa fólks.

takk fyrir

 

 


Stafsetningarvillur á mbl.is

Ég undirritaður fer þó nokkuð mikið inn á mbl.is til þess eins að fylgjast með því sem er að gerast í kringum mig og alla aðra landsmenn.

það er barahið besta mál!

Mitt uppáhalds fag í skóla var stafsetning og málfræði,en það sem fer fyrir brjóstið á mér er ég er að lesa hinar ýmsu greinar,eru prentvillurnar í fyrirsögnunum.

Er ekki lesið yfir áður en þessar greinar eru sendar út?

Er ekki öðru hvoru verið að minna unga fólkið að fara með rétt mál ef því verður fótaskortur á tungunni?

Það má alveg laga svona lagað áður en það fer í loftið?

Það er til forrit sem heitir Púki og er auglýst hér á blogginu!

Takk fyrir mig!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband